Nú verður þrýst á launahækkanir

Samtök Atvinnulífsins skulda þjóðinni launahækkanir síðustu tveggja ára - þetta veit Félag Atvinnurekanda og er hér að reyna að takmarka skaðann af óheftum lobbíisma LÍÚ innan SA.

Með stöðugleikasáttmálanum gátu fyrirtækin í landinu bætt reksturinn með því að borga lægri laun. Fólk hefur verið ekki fengið umsamdar launahækkanir og hefur horft á verðbólguna éta upp kaupmáttinn. Gott og vel, þjóðinni til góða og allt það - það má kannski deila um það en það hefur verið merkilega góð sátt um þetta.

SÍÐAN, sleppir LÍÚ sér í skapofsafrekjukassti yfir skötusel. Hræðslan og græðgin er það mikil virðast ætla að valda öðrum fyrirtækjum í landinu umtalsverðum skaða og draga SA niður í svaðið.

Núna verður þrýst á að fá launahækkanirnar sem búið er að snuða fólk um síðustu tvö ár.

Þjóðin á auðlindina. Kvótakóngar eru liðin tíð. Hver eru rökin fyrir því að gefa einhverjum útvöldum kvóta ár hvert svo þeir geti leigt hann burt og sukkað með ágóðann? Ríkið á að eiga allan kvótann og leigja hann út. Ákaflega einfalt mál.


mbl.is Mikilvægt að stöðugleiki ríki á vinnumarkaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband