En með sama útreikningi hafa launin líka hækkað margfallt meira.

Það er algerlega marklaust að tala um að krónan hafi rýrnað svo og svo mikið. Gildi krónunnar er afstæð tala.

Segjum t.d. að á morgunn myndu allar upphæðir hækka hundraðfallt í krónum talið. Allur kostnaður, allar upphæðir og öll laun, allt myndi hækka hundraðfallt.

Þá væri krónan búin að rýrna um 99% á einum degi. Því fyrir hverja krónu fengist aðeins 1/100 af því sem áður fékkst, þar með talið upphæðir í erlendum gjaldmiðlum.

En ef að launin hækkuðu líka hundraðfallt, hvað hefði þá breyst í raun og veru? Hefði eitthvað breyst með þessari ægilegu 99% rýrnun?

Mig langar þessvegna að vita, samhliða þessum ógurlegu rýrnunartölum hvað launin okkar hafa hækkað um mörg prósent í krónum talið á sama tímabili. Það væri svona álíka gáfulegur útreikningur nema í hina áttina. Það myndi líklega skila fyrirsögnum á borð við "Laun á íslandi hækkað 1000% meira en í Danmörku!!!!!11" 

 Ég geri mér samt grein fyrir því að verðbólga er ekkert holl í stórum skömmtum, og launin hækka jafnan minna en verðin. En tal um 99,95% rýrnun er bara blekkjandi og hefur enga þýðingu í raunveruleikanum, það segir ekkert um hvort lífskjör hér hafi batnað meira eða minna heldur en í Danmörku. 


mbl.is Rýrnun krónunnar 99,95%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Barnalegur málflutningur. Hvað heldur þú að launin hefðu hækkað um mikið ef krónan hefði ekkert rýrnað?

Valsól (IP-tala skráð) 20.12.2010 kl. 13:35

2 identicon

Fyrir eina loðnuvertíð á 500 tonna skipi 1980, gat maður greitt andvirði 75% í nýrri 3gja herbergja íbúð. Ein loðnuvertíð í dag á 1200 tonna skipi nægir varla til að borga nýjan meðal stóran fjölskyldu bíl á borðið.

Valsól (IP-tala skráð) 20.12.2010 kl. 13:53

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Hárrétt Guðmundur.  Svona talnakúnstir hjá Seðlabankanum skipta engu máli.  Danir hafa örugglega þurft að prenta álíka magn peningaseðla yfir sama tímabil.  Þetta einungis spurning um tvö núll til eða frá á seðli.  Stóra spurningin er hvort þessi 0 réttlæti að Ísland gefi frá sér sjálfsæðið.

Magnús Sigurðsson, 20.12.2010 kl. 13:56

4 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Valsól, er eitthvað vit í því hvernig búið er að fara með loðnustofninn?

Magnús Sigurðsson, 20.12.2010 kl. 14:16

5 identicon

Valsól, þú kallar málflutning Gumma barnalegan, en beitir samt sömu rökum? Kaupmáttur er það sem skiptir máli, geturðu haldið því fram að kjör séu 99,5% lakari á íslandi en í danmörku frá því um 1920?  ...nei, það held ég ekki, þar með er rýrnunin afstæð og Gummi hefur rétt fyrir sér.

Njáll (IP-tala skráð) 20.12.2010 kl. 14:20

6 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Guðmundur, hvar hefur þú verið undanfarna 24 mánuði ? Verðbólga er ekkert grín heldur dauðans alvara og fyrir því hefur allur almenningur sárlega fundið undanfarin tvö ár.

Hugsanlega sést þér yfir, að verðbólga er alls ekki fólgin í hækkun verðs allra hluta samtímis. Ef allt hækkaði samtímis í verði, þá hefðum við ekki upplifað hækkun skulda, eignabruna og lækkun launa, lækkun örorkubóta og ellilífeyris.

Ég legg til að þú lesir yfir eftirfarandi greinar:

02.12.2010: http://altice.blogcentral.is/blog/2010/12/2/stjornarskrain-og-peningastefna-a-islandi/

12.11.2010: http://altice.blogcentral.is/blog/2010/11/12/peningastefnunefnd-sedlabankans-fjallar-ekki-um-peningastefnuna/

03.10.2010: http://altice.blogcentral.is/blog/2010/10/3/falskar-skyringar-a-efnahagskreppunni/

29.01.2009: http://altice.blogcentral.is/blog/2010/11/4/myntrad-og-einhlida-upptaka-bandarikjadals/

Loftur Altice Þorsteinsson, 20.12.2010 kl. 14:26

7 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Loftur þú eins og aðrir vitið vel að verðbólgan að þessu sinni átti sér nær algjölega rætur í lækkun á gengi krónunar. Og einnig að hér var haldið uppi gervi gengi á krónunni þar sem að hún sem örmynnt á í örhagkerfi var með mjög háa stýrivexti til að reyna að draga úr neyslu. Og því sáu stórir aðilar sér leik að spila með krónuna. M.a. erlend ríki sem ávöxtuðu peninga í þessu háu vöxtum.

Nú er krónunnni haldið frá falli með því að beita gjaldeyrishöftum.  Vöruverð hér hefur með falli krónunar hækkað um 20 til 30% og jafnvel meira á tímabili. Það þýddi að verðbólga jókst. Og þetta verður saga krónunar að hún meðvitað eða ómeðvitað verður notuð til að lækka laun með því að sveifla henni niður viljandi eða óviljandi.  En versta er að fólk getur ekki gert raunhæfar greiðsluáætlanir með krónuna. Fyrirtæki geta ekki skipt henni erlendis og því þarf hér gríðarlega mikið af gjaldeyrir næstu ár ef við ætlum að nota krónuna.

Magnús Helgi Björgvinsson, 20.12.2010 kl. 21:59

8 identicon

Valsól, til að svara spurningu þinni þá hefðu launin hækkað minna í krónum talið ef krónan hefði ekkert rýrnað. Varðandi loðnuvertíðarlaun þá ætla ég ekki að rengja þig þar. En er ekki hægt að kaupa íbúðir vítt og breytt um landið í dag fyrir andvirði eins Toyota Avensis? Og var ekki sjómennskan líka umtalsvert verra og hættulegra starf árið 1980? Hvað var maður lengi að safna sér fyrir íbúð á kennaralaunum?

Loftur, mér finnst þetta furðulegur spampóstur hjá þér miðað við að í síðustu málsgreininni tek ég einmitt fram að ég geri mér grein fyrir skaðsemi verðbólgunnar og að launin hækki jafnan minna en verðin.

Það sem ég er að skrifa snýst ekki um hvort verðbólga sé góð eða slæm, það sem ég er að segja að þetta tal um 99,95% rýrnun er marklaust. Þetta er voðalega svipað og að teikna línurit án skala, það getur alveg verið byggt á raunverulegum mælingum en ef við setjum hlutina ekki í rétt samhengi þá eru þeir alveg marklausir.

gummih (IP-tala skráð) 20.12.2010 kl. 22:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband