Hvað með fjármagnstekjuskattinn?

Mér er gjörsamlega ómögulegt að skilja hvers vegna hér er ekki að minnsta kosti 14% fjármagnstekjuskattur með 40þ króna frítekjumarki.

Það væri aukinn hvati fyrir almenning til að spara, að minnsta kosti þangað til fólk væri farið að fá milljón í fjármagnstekjur á ári (14% af þeirri milljón væri 140.000, og fólk væri þá að greiða 100.000 í skatt) en það sem meira er þá væru auknar tekjur af þeim sem eru að nota virkilega háar upphæðir sem tekjustofn. Ég borga háan skatt af mínum tekjum og núna á að hækka þann skatt - mér finnst að þeir sem hafa tekjur af fjármagni eigi ekkert að borga margfallt minni skatt af því.

Er það ekki líka svo að þetta myndi hvetja til fjárfestinga? Spyr sá sem ekki veit. 


mbl.is Tekjuskattur og útsvar hækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það mætti allavega hækka fjármagnstekjuskatt á þá aðila sem eru eingöngu með fjármagnstekjur og/eða fjármagnstekjur yfir einhverju ákveðnu marki (40 þ kannski svolítið lágt).

Erla (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 10:44

2 Smámynd: Einar Þór Strand

Hvað með þá staðreynd að fjármagnstekjur eru allavega í ár neikvæðar hjá flestum.

Einar Þór Strand, 11.12.2008 kl. 10:55

3 identicon

Hvað hefur þessi færsla með blog flokkinn Tölvur og tækni að gera?

Ég get ekki séð samhengið.

Greppur Torfason (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 13:32

4 identicon

Einar,
Ef fjármagnstekjur eru neikvæðar þá myndi ég halda að 14% 0 kr væri 0 kr.

En ég veit samt ekkert um hvernig þessum hlutum er háttað blasir bara svona við mér, gæti alveg eins verið að miskilja þetta hrikalega. 

Ómar (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 14:08

5 identicon

Þetta á notturlega að vera 14% af 0 kr

Ómar (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 14:14

6 Smámynd: gummih

Takk Kristinn, ég sá ekki samhengið heldur svo ég lagaði þetta.

Þessi 40þ væru þá semsagt skatta afslátturinn. Það myndi þýða að þeir sem hafa minna en 286þ kr í fjármagnstekjur borga ekkert í fjármagnstekjuskatt, þeir sem væru með milljón í fjármagnstekjur væru að borga 100. í fjármagnstekjuskatt sem er sama hlutfall og í dag. Semsagt allir sem eru með minna en milljón í fjármagnstekjur á ári myndu njóta góðs af þessu. Þannig að ég myndi eiginlega frekar segja að 40þ væri í hærra lagi þarna, eða þessi 14% of lág tala. Sérstaklega vegna þess að gríðarlega stór hluti fólks er ekki með neinar fjármagnstekjur eins og bent hefur verið á (hverjir hafa milljón í fjármagnstekjur?).

gummih, 11.12.2008 kl. 14:28

7 Smámynd: Fannar frá Rifi

það sem við þurfum í dag er ekki sparnaður. sparnaður í kreppu ýtir undir stöðnun hagkerfisins og meira atvinnuleysis. stigvaxandi vítahringur. hækkunn skatta og gjalda núna hefur bein áhrif á verðbólgu stigið og ekki nema stýrivextir verða hækkaðir meira þá verða vextir neikvæðir.

það sem við þyrftum mun meira á að halda eru mikil útgjöld af hálfu ríkisins og algjör opnun á möguleikann á lánum og lækkun stýrivaxtar. núna er þörf á eyðslu og þennslu. ef við ætlum að lifa þessa kreppu af þá verðum við hreinlega að koma hjólum efnahagslífsins af stað aftur. 

Fannar frá Rifi, 12.12.2008 kl. 14:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband