Óafsakanlegt

Þetta ástand er óafsakanlegt - dóttir mín er að byrja í öðrum bekk. Foreldrar voru ekki einu sinni látnir vita að ekki væri hægt að taka á móti börnunum!

Ef þú mannar sumar starfið bara með skólakrökkum þá er auðvitað VITAÐ MÁL að þú lendir í vandræðum með vetrarstarfið! Og hvers vegna vilja engir nema skólakrakkar vinna þarna? Vegna þess að launin eru ALLT OF LÁG!

Svo ég vitni í vef Reykjavíkurborgar "Gera má ráð fyrir að ráðningum fjölgi verulega á næstu dögum og vikum þegar skólanemar við framhaldsskóla og háskóla fá stundatöflur sína og sækja um störf í samræmi við þær, en nemendur við þessa skóla hafa reynst ÍTR drjúgir við störfin í vetrarstarfi ÍTR."
Hverskonar loddaraháttur er þetta eiginlega, "bíðum bara og sjáum hvort einhverjir skólakrakkar geti ekki unnið hérna dag og dag" Hvernig væri frekar að VINNA í málunum og fá FAST starfsfólk.

Það þýðir svo ekkert fyrir stjórnendur að velta ábyrgðinni á undirstjórnendurna, allir stjórnendur ÍTR og borgarstjórn eru með þessu að verða sér TIL SKAMMAR. Það sóttu 2900 börn um - stjórnendur gátu höndlað að taka á móti 1200 börnum!

 


mbl.is Einhverft barn kemst ekki að á frístundaheimili
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halla Rut

Það er nú einmitt það sem fór einna mest í taugarnar á mér, þ.e. að það skyldi vera hringt í mig á laugardegi þegar sonur minn átti að byrja á mánudegi.

Þvílíkur aulaháttur hjá Kjartani M. að segjast vera að bíða eftir stundaskrám einhverra nemenda sem þá mögulega gætu sótt um vinnu. Málið er að það var bara engin að spá í þetta enda voru þau voru öll upptekin við annað.

Takk fyrir að skrifa um þetta.

Halla Rut , 28.8.2008 kl. 13:50

2 identicon

Það er hrein og góð ástæða fyrir því að það er verið að bíða eftir skólafólkinu og hún er sú að hæsta prósenta starfshlutfalls frístundaleiðbeinanda er 54% að undanskildum umsjónarmanni og aðstoðarmanni hans. Sýnd þú mér menntaðan einstakling sem er í stakk búinn til að vera stuðningsfulltrúi einhverfs barns sem er eingöngu að leita sér að 54% starfi eða minna. Þar sem lítið framboð er af þessum einstaklingum mælist ég til þess að í staðin fyrir að úthúða frábæru fyrirtæki (ÍTR) sem hefur gert og er að gera allt sem í sínu valdi stendur til þess að manna almennilegt fólk í þessar stöður, skalt þú frekar fara í gegnum símaskrána í símanum þínum og athuga hvort að þar leynist einhver sem vantar hlutavinnu í vetur og hvettu hann eða hana til þess að sækja um svo að einhverfu börnin og öll hin börnin á biðlistunum komist inn á frístundaheimilin. Kjartan M sér ekki um að ráða fólk í vinnur, heldur eru deildarstjórar barnastarfs hjá ÍTR (mismunandi eftir borgarhlutum) að eyða öllum sínum tíma í að leita að starfsfólki og senda þau á grunnfræðlsu sem og aðrar fræðslur svo að þau séu í stakk búin til þess að vinna með börnum sem er ekki létt verk.

Starfsmaður á frístundaheimili (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 22:17

3 Smámynd: gummih

Ef þú vilt kalla ÍTR fyrirtæki þá skulum við meta það sem slíkt, hvað kallarðu fyrirtæki sem er ætlað að sinna 2900 börnum en sinnir síðan aðeins 1200. Það er ekki frábært fyrirtæki, það er misheppnað fyrirtæki. (Það má hins vegar vel vera að það sé frábær vinnustaður fyrir því). Eins og ég sagði í þessari færslu þá þýðir það ekkert fyrir stjórnendur að velta ábyrgðinni á undirstjórnendurna. Þar er ég að tala um Kjartan M. og alla restina, það er á þeirra ábyrgð að þessar stöður séu mannaðar. Það er ekki við deildarstjórana að sakast, ef að fólk fæst ekki til að vinna störfin þá þarf að ráðast að rót vandans sem ég myndi telja að séu launin. Það er fullt af fólki sem er til í að vinna hálft starf - en það vill auðvitað ekki vinna fyrir ekki neitt.

gummih, 3.9.2008 kl. 01:39

4 identicon

Blindur getur ekki dæmt um það sem hann hefur ekki séð

Starfsmaður á frístundaheimili (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 20:40

5 Smámynd: gummih

Fyrirgefðu en þetta finnst mér virkilega ósmekkleg athugasemd. Ég er nokkuð viss um að margir blindir séu ósammála þessu.

"Blindur getur ekki dæmt um það sem hann hefur ekki séð" ?? Ertu að segja að blint fólk geti ekki haft skoðun á neinu, að blindir séu ekki dómbærir á neitt?

Það ert hinsvegar þú sem ert að reyna að loka augunum. Í staðinn fyrir að koma með einhver rök, eitthvað sem þú leggur til málanna eða tillögu til LAUSNAR á þessu þá ertu bara að þræta. Síðan reynirðu að loka augunum fyrir þessu með því að reyna að sannfæra sjálfa(n) þig um að þú megir skella við skollaeyrum því að ég sé einhvernvegin blindur og hafi þessvegna ekkert um þetta að segja.

Ef þú vilt halda áfram með fyrirtækis samlíkinguna þá get ég sagt þér að ég er einn af þúsundum foreldra og annara aðstenda hér í Reykjavík sem eru afar óánægðir með það hvernig þetta fyrirtæki er rekið! Og ég get sagt þér að ég er síst blindur gagnvart þessu RISAVAXNA vandamáli þrátt fyrir að stjórnendur ÍTR og borgarstjórn séu það greinilega!

gummih, 9.9.2008 kl. 08:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband