Snillingar!

Ég er svo fjandi ánægður með Atlantsolíu - þeir eru að sýna samstöðu í verki! Þeir hafa hér verið að gera gríðarlega góða hluti alveg síðan þeir byrjuðu.

Á meðan N1 er að bægslast í fjölmiðla og segjast vera að sýna samstöðu með því að flagga - ég veit alveg að gömlu olíufélögin eru dugleg að sýna samstöðu en eins og ég man þetta þá voru þau aðallega að sýna hvort öðru samstöðu. Mér finnst N1 bara að vera að reyna að trekkja inn á ástandinu, fyrst með því að reyna að hræða fólk með því að bensínið muni klárast og svo með þessu "support our corporations" flagg-veseni.


mbl.is Atlantsolía lækkar eldsneytisverð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón

Ú á N1!  Húrra fyrir AO!

Sigurjón, 17.10.2008 kl. 08:59

2 Smámynd: corvus corax

Hverslags bull er þetta? Atlantsolía hefur aldrei boðið lægsta eldsneytisverðið á Íslandi. Orkan, EGO og ÓB sem eru í eigu gömlu olíuglæpafélaganna eru alltaf lægri en Atlantsolía! Atlantsolía hefur aldrei veitt þeim neina samkeppni, aldrei staðið við yfirlýst markmið sitt um að vera alltaf lægstir og tekur fullan þátt í samráði olíuglæpafélaganna með því að keyra verðið aldrei svo um munar niður fyrir hin olíufélögin. Húrra fyrir AO??? Hverslags blindingjar bulla svona? NIÐUR MEÐ ATLANTSOLÍU!!! VERSLIÐ EKKI VIÐ ATLANTSOLÍU!!! LÁTIÐ EKKI ATLANTSOLÍU HAFA YKKUR AÐ FÍFLUM!!!

corvus corax, 17.10.2008 kl. 11:17

3 identicon

Finnst þér (corvus corax) þá ekkert skýrtið að Orkan, Ego og hitt draslið séu alltaf 10 aurum undir á þeim stöðvum sem eru næst Atlantsolíu? Þeir eru svo með hærra verð á öðrum útsölustöðvum þar sem Atlantsolía er ekki nærri TIL AÐ LÆKKA VERÐIÐ HJÁ ÞEIM!!!!

Einar Örn Ólafsson (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 11:29

4 Smámynd: gummih

Þú ert svona hress Krummi.

Um Atlantsolíu segirðu orðrétt "keyra verðið aldrei svo um munar niður fyrir hin olíufélögin"

Þetta segirðu þrátt fyrir að þú hafir verið að enda við að lesa frétt þar sem það kemur skýrt og greinilega fram að Atlantsolía hafi að eigin frumkvæði lækkað verð á bensíni og dísil um sex krónur á lítrann. Þessu ber engan veginn saman og annað hvort er því væntanlega rangt.

Og þó að Orkan og ÓB séu sumsstaðar með lægra verð en AO þá er það yfirleitt bara þar sem AO er með bensínstöð nálægt. Það væri forvitnilegt að bera saman meðal söluverð á hvern lítra á milli AO og hinna félaganna.

gummih, 17.10.2008 kl. 11:30

5 Smámynd: corvus corax

Þótt AO hafi orðið fyrst til að lækka eldsneytisverðið í þetta skiptið keyrir félagið ekki verðið niður upp úr þurru. Það gat hvert barn sagt sér það að verðlækkun væri á næstu grösum hér eftir miklar verðlækkanir á heimsmarkaði undanfarna daga þannig að það er ekkert ósamræmi í þessu. Af hverju lækkar AO ekki enn frekar niður fyrir gömlu glæpafélögin þegar ljóst er orðið hvert þeirra verð er? Að sjálfsögðu hafa gömlu félögin verðið lægst þar sem hin félögin eru. Hvernig er með AO, heldur það úti þjónustu í dreifbýlinu þar sem lítið sem ekkert er upp úr eldsneytissölu að hafa? Nei, alls ekki. AO verslan eingöngu á stórum markaði þar sem hægt er að fleyta rjómann ofan af en hirðið ekki um þjónustu eins og gömlu glæpafélögin þó gera.

corvus corax, 17.10.2008 kl. 11:49

6 Smámynd: corvus corax

...og ennfremur: ég er einn af þeim ásamt ykkur sem hér rita og öllum öðrum notendum eldsneytis búinn að mega þola yfirgang, samráð og svindl gömlu olíuglæpafélaganna svo lengi sem ég man og bið þau því aldrei þrífast. Ég er samt ekki svo illa kominn að ég líti á AO sem einhvern frelsisengil í eldsneytismálum þrátt fyrir að þeir sem þar ráða reyni að ljúga sig inn á markaðinn á fölskum forsendum. Atlantsolía er ekkert betri eða verri en gömlu glæpafélögin að því leyti að hafa þann tilgang einan að ná sem mestum fjármunum úr vasa hins almenna neytanda sem er háður eldsneytisnotkun með góðu eða illu.

corvus corax, 17.10.2008 kl. 11:53

7 identicon

Sammála þér, Corvus.  AO hafa aldrei staðið við stórar yfirlýsingar sínar sem þeir gerðu í upphafi.

 Annars myndirðu hætta að vera svona fúll og bitur ef þú bara fengir þér rafmagnsbíl (-:

Bragi Þór Valsson (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 14:06

8 Smámynd: gummih

Atlantsolía er ungt félag og er ennþá að stækka dreyfikerfið sitt, slík uppbygging kostar tíma og peninga. Í dag er þeir m.a. komnir með stöðvar í Reykjanesbæ, Selfossi, Borgarnesi og Akureyri. Á öllum þessum stöðum snar-lækkaði bensínið hjá hinum olíufélögunum þegar Atlantsolía kom. Það er erfitt að keppa við slíkt en AO halda áfram að stækka hægt og bítandi. Síðan munu fylgja fleiri stöðvar úti á landi og þá komast gömlu félögin ekki lengur upp með að okra á dreifbýlinu.

gummih, 17.10.2008 kl. 14:53

9 Smámynd: corvus corax

Tek þig á orðinu Bragi, fæ mér rafmagnsbíl!

corvus corax, 17.10.2008 kl. 14:54

10 Smámynd: gummih

Við eigum auðvitað að fara í samstarf við Norsarana hjá think.no og reisa hérna rafmagnsbílaverksmiðju.

gummih, 17.10.2008 kl. 15:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband