Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
25.5.2011 | 17:49
Auðvitað má maður standa á götunni - kaninn getur bara flutt
Hvernig stendur á því að lögreglan okkar, borgaranna. Er notuð til valdnýðslu gegn borgurunum fyrir hönd Bandaríkjanna?
Varla borga þeir skatta eða nokkur önnur gjöld? Þeir eiga ekki götuna, hún er byggð fyrir almannafé.
Ef þeim líkar ekki að íslenskir borgarar séu á götunum sem þeir sjálfir hafa borgað fyrir þá verður kaninn bara að flytja eitthvert annað með sendiráðið sitt.
Í síðasta póstinum mínum um þetta mál lagði ég til að þeir reyndu að fá lóð við hliðina á Litla Hrauni, en það væri kannski nær að hafa það viðbyggingu.
Dómari lagði fram ljósmynd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.6.2009 | 19:22
Fyrsta greiðsla þriðjungur af gjaldeyristekjum ársins?
Allar tölur sem maður sér um þetta mál eru bull!
Hvað haldiði að sé að marka tölur eins og "21% af vergri landsframleiðslu árið 2016"(!)?
Í fyrsta lagi höfum við ekki hugmynd um hver landsframleiðslan verður.
Í öðru lagi höfum við ekki hugmynd um hvert gengi krónunnar verður.
Í þriðja lagi er ómögulegt að vita raunverulegt söluvirði þrotabús Landsbankans.
Og að lokum skiptir landsframleiðslan ekki máli þegar við erum að tala um hvað við eigum að borga af erlendum gjaldeyri.
Upphæð Icesave lánsis er í erlendri mynt. Til þess að borga af því þurfum við erlendar tekjur.
Hér eru tvær áhugaverðar tölur: (sem ég huga að séu síst vitlausari)
Árin 1990-2000 (áður en allt bullið byrjaði) voru heildar gjaldeyristekjur landsins að meðaltali 1067milljónir punda á ári.
Miðað við forsendurnar í greininni þá er greiðslan fyrsta árið 341 milljón punda!
Ef gjaldeyristekjurnar árið 2016 verða svipaðar og árin 1990-2000 Þá værum við að tala um að greiðslan af Icesave væri 32% af heildar gjaldeyristekjum þess árs.
Við vonum auðvitað að gjaldeyristekjurnar verði meiri en það er samt alls ekkert sem útilokar að þær verði minni. Sérstaklega þegar við hugsum um að horfurnar eru ekkert allt of bjartar þessa dagana.
Ég get ekki betur séð en að þessi samningur sé FULLKOMNLEGA óásættanlegur.
Það er grunn forsenda fyrir því að samþykkja samninginn að það sé gjörsamlega gulltryggt að við getum borgað því þessi samningur er þannig að ef hlutirnir þróast á þann hátt að við getum það ekki þá eru afleiðingarnar ALLT, ALLT of slæmar.
60-70 milljarða árleg greiðsla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.2.2009 | 12:50
ekki til Íslands?
Engir óeðlilegir eignaflutningar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.2.2009 | 10:27
Meiri erlend skuldsetning?
Ég get skilið að það þurfi að taka lán til að geta staðið við greiðslur á erlendum skuldbindingum, en ég get ekki skilið að auka skuldastöðuna til aukinna framkvæmda á þessum tímapunkti. Ef það koma síðan hækkanir á gjaldskrá í kjölfarið á þessu þá verð ég ekki ánægður!
Lánalína OR opnuð á ný | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.1.2009 | 10:51
Alcoa elskar Ísland
Nei, Alcoa munu auðvitað reyna að framleiða sem mest hérna.
Launin eru greidd í krónum þannig að á síðasta ári lækkaði launakostnaðurinn á Íslandi líklegast um 45% fyrir Alcoa samsteypuna.
Raforkuverðið þeirra er svo bundið við heimsmarkaðsverð á áli sem féll um 36% á síðasta ári. Já, það er ekki nóg með að þeir fái raforkuna á fáránlega lágu verði, heldur þegar harðnar á dalnum þá borga þeir MINNA fyrir hana. Á meðan stendur Landsvirkjun uppi með óheyrilega stór erlend lán og er farin að skoða hvort selja meigi mannvirkin - ótrúlegt alveg.
Það fá einhverjir stóra bónusa hjá Alcoa þessa dagana.
Hefur enginn áhrif hér heima | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.1.2009 | 09:20
En þetta eykur viðskiptahallann?
Ég geri mér grein fyrir því að það er mikilvægt að halda matvælaverði lágu. En þessi aðgerð mun auka viðskiptahallann - éta af gjaldeyristekjum þjóðarinnar og stuðla að því að halda genginu lágu.
Væri ekki nær að fella niður virðisauka á íslenskum matvælum og fylgjast betur með álagningu smásöluaðilanna. Þannig hagnast neytendur án þess að verið sé að auka viðskiptahallann og að auki væri verið að stiðja við íslenskan matvælaiðnað.
Matvælalöggjöf á leiðinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |