Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál
11.12.2008 | 10:35
Hvað með fjármagnstekjuskattinn?
Mér er gjörsamlega ómögulegt að skilja hvers vegna hér er ekki að minnsta kosti 14% fjármagnstekjuskattur með 40þ króna frítekjumarki.
Það væri aukinn hvati fyrir almenning til að spara, að minnsta kosti þangað til fólk væri farið að fá milljón í fjármagnstekjur á ári (14% af þeirri milljón væri 140.000, og fólk væri þá að greiða 100.000 í skatt) en það sem meira er þá væru auknar tekjur af þeim sem eru að nota virkilega háar upphæðir sem tekjustofn. Ég borga háan skatt af mínum tekjum og núna á að hækka þann skatt - mér finnst að þeir sem hafa tekjur af fjármagni eigi ekkert að borga margfallt minni skatt af því.
Er það ekki líka svo að þetta myndi hvetja til fjárfestinga? Spyr sá sem ekki veit.
Tekjuskattur og útsvar hækka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 14:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
5.12.2008 | 11:15
Af hverju er þetta frétt?
"Danskir bílasalar segjast ekki reikna með því, að kaupa bíla frá Íslandi til að selja áfram í Danmörku. Þau tilboð, sem þeir hafi fengið, séu ekki nægilega góð. "
Hverskonar frétt er þetta eiginlega? Hverju meigum við búast við á næstunni?
"Kóreumenn vilja ekki kaupa dráttarvélar!"?
"Bandaríkjamenn vilja ekki kaupa innflutt kjarnfóður frá Íslandi!"
"Íslendingar vilja ekki kaupa íslenskt loðnumjöl frá Svíþjóð, verðin eru ekki nægilega góð"
Hafa ekki áhuga á bílum frá Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |