Færsluflokkur: Fjármál
20.12.2010 | 12:45
En með sama útreikningi hafa launin líka hækkað margfallt meira.
Það er algerlega marklaust að tala um að krónan hafi rýrnað svo og svo mikið. Gildi krónunnar er afstæð tala.
Segjum t.d. að á morgunn myndu allar upphæðir hækka hundraðfallt í krónum talið. Allur kostnaður, allar upphæðir og öll laun, allt myndi hækka hundraðfallt.
Þá væri krónan búin að rýrna um 99% á einum degi. Því fyrir hverja krónu fengist aðeins 1/100 af því sem áður fékkst, þar með talið upphæðir í erlendum gjaldmiðlum.
En ef að launin hækkuðu líka hundraðfallt, hvað hefði þá breyst í raun og veru? Hefði eitthvað breyst með þessari ægilegu 99% rýrnun?
Mig langar þessvegna að vita, samhliða þessum ógurlegu rýrnunartölum hvað launin okkar hafa hækkað um mörg prósent í krónum talið á sama tímabili. Það væri svona álíka gáfulegur útreikningur nema í hina áttina. Það myndi líklega skila fyrirsögnum á borð við "Laun á íslandi hækkað 1000% meira en í Danmörku!!!!!11"
Ég geri mér samt grein fyrir því að verðbólga er ekkert holl í stórum skömmtum, og launin hækka jafnan minna en verðin. En tal um 99,95% rýrnun er bara blekkjandi og hefur enga þýðingu í raunveruleikanum, það segir ekkert um hvort lífskjör hér hafi batnað meira eða minna heldur en í Danmörku.
Rýrnun krónunnar 99,95% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Breytt s.d. kl. 12:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)