Undarlegur fréttaflutningur

Hver skrifar þessa frétt? Hér á blogginu eru allir ábyrgir fyrir sínum skrifum og þurfa að gefa upp kennitölu, hvers vegna ekki á mbl.is? Er standardinn þar lægri?

Í fréttinni er undarlegur eftirmáli sem kemur þarna eins og skrattinn úr sauðaleggnum

Helstu ástæður þess að Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra og einhverjir þingmenn Samfylkingarinnar hafa eftir óformlegum leiðum kannað hvort Framsókn hefði vilja til þess að koma inn í stjórn og styrkja þingmeirihluta stjórnarinnar eru sagðar þær, að flokkurinn sé orðinn langþreyttur á því að VG vilji engar ákvarðanir taka og engar framkvæmdir heimila. -mbl.is

 

Hvers konar fréttaflutningur er þetta? "Eru sagðar"? Hvaða sögusagnir er verið að vitna í og slá upp sem forsíðufrétt?

Þetta lítur svona helst út eins og þessu hafi verið bætt við eftir á.

Má ég kannski bæta við mínum eigin bút sem er skrifaður á jafn vandaðan hátt?

Helstu ástæður þess að EKKI hefur verið kannað hvort Sjálfstæðisflokkur vilji koma inn í stjórn eru sagðar þær, að samfylkingin sé orðinn langþreytt á því að xD sé uppfullur af valdahroka, græðgi og spillingu. - gummih

 

Hversu langt haldiði að það sé í að við fáum að sjá svona sögusagnir á mbl.is undir núverandi ritstjórn? En takið samt eftir að standardinn er sá sami þó að pólitíski áróðurinn sé í hina áttina.


mbl.is Biðla til Framsóknarmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús V. Skúlason

Þetta eru engar sögusagnir, formaður Framsóknarflokksins staðfestir að þessar umleitanir hafi farið fram við hann að undanförnu. Hvað er þá undarlegt í þessum fréttaflutningi???

Magnús V. Skúlason, 8.2.2010 kl. 14:32

2 Smámynd: gummih

@Magnús: Hvers konar fyrirsagna séní ert þú? Lastu það sem ég skrifaði eða sástu bara fyrirsögnina mína á mbl og ákvaðst að þú þyrftir að tjá þig um málið??

Það þýðir ekki að segja að fréttin sé staðfest og vísa á Sigmund. Það var meira í þessari frétt en bara fyrirsögnin.

Í þessari svokölluðu frétt er pólitískur sögusagna áróður sem á ekki erindi í fréttamennsku. Svo ég vitni nú AFTUR í það sem ég er að skrifa um þá er þar klínt fram "að flokkurinn[Samfylkingin] sé orðinn langþreyttur á því að VG vilji engar ákvarðanir taka og engar framkvæmdir heimila"

Reyndar er öll seinasta málsgreinin alveg út úr kú. Hún er illa orðað blaður í einni risa setningu sem mér finnst undirstrika ágætlega hvað innihaldið er aumt.

gummih, 8.2.2010 kl. 14:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband