3.2.2009 | 10:27
Meiri erlend skuldsetning?
Eru stjórnendur Orkuveitunnar virkilega að velta fyrir sér að auka erlenda skuldsetningu Orkuveitunnar? Ég hélt að staða hennar væri nógu slæm samt?
Ég get skilið að það þurfi að taka lán til að geta staðið við greiðslur á erlendum skuldbindingum, en ég get ekki skilið að auka skuldastöðuna til aukinna framkvæmda á þessum tímapunkti. Ef það koma síðan hækkanir á gjaldskrá í kjölfarið á þessu þá verð ég ekki ánægður!
Ég get skilið að það þurfi að taka lán til að geta staðið við greiðslur á erlendum skuldbindingum, en ég get ekki skilið að auka skuldastöðuna til aukinna framkvæmda á þessum tímapunkti. Ef það koma síðan hækkanir á gjaldskrá í kjölfarið á þessu þá verð ég ekki ánægður!
Lánalína OR opnuð á ný | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Stjórnendur Orkuveitunnar eru að velta fyrir sér að byggja upp arðsamar grænar virkjanir, vinna á móti atvinnuleysi og leggja sitt að mörkum til að reisa við efnahagslífið.
Orkuveitan bjargvættur í efnahagslægðinni
Hallur Magnússon, 3.2.2009 kl. 10:40
Ef þetta er svona svakalega arðsamt hjá þeim, hvernig skýrirðu þá hræðilega stöðu Orkuveitunnar með erlend lán til himins?
Ef farið er út í að byggja fleiri virkjanir, hvenær fer arðsemi af þeim að vega upp gjaldeyristapið vegna greiðslna á erlendum lánum? Því það er ekki hægt að afsaka svona gríðarlega dýrar framkvæmdir með því að verið sé að skapa atvinnubótavinnu. Það er verið að fara ofan í kjölinn á því hvaða hlut Kárahnjúkavirkjun Landsvirkjunar átti í að farið var að spila með íslensku krónuna og miðað við hvað ég hef heyrt þá lítur það illa út.
Hvers vegna að taka erlend lán til að fjármagna framkvæmdir innanlands? Hvers vegna ekki að bjóða út skuldabréf í íslenskum krónum og lofa m.a. erlendum fjárfestum sem hér eiga fullt af krónum sem þeir komast ekki með út úr landinu að fjárfesta í þeim.
gummih, 3.2.2009 kl. 11:27
Heyrðu ljúfurinn! Ég á atvinnu mína í því að OR haldi áfram með boranir á Hellisheiði, þannig að: Ekkert svona...
Sigurjón, 11.4.2009 kl. 22:38
hahaha, já auðvitað, núna veit ég hvert allir peningarnir fara :o)
gummih, 13.4.2009 kl. 14:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.