Billjón eða trilljón?

Sumir vita ekki muninn á billjón, trilljón og milljarði, það er vel skiljanlegt. - En mér finnst samt óþarfi að þeir séu allir settir í að skrifa fréttirnar um þessi mál.
mbl.is 1,1 billjón dala í aðgerðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held reyndar að það séuð þið sem eruð að ruglast og (aldrei þessu vant)  kópípeistarinn hafi þetta rétt.

milljarður = 1000 milljónir  (1.000.000.000)

billjón = 1000 milljarðar (1.000.000.000.000)

trilljón = milljón billjónir  (1.000.000.000.000.000.000)

Eggert Jóhannesson (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 15:59

2 identicon

Þ.e.a.s. miðað við íslenskar töluvenjur.

Heimild http://www.visindavefur.hi.is

Eggert Jóhannesson (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 16:00

3 identicon

Nei, þið eruð að ruglast 

Samkvæmt Wall Street Journa þá fara 750 milljarða dollara(billion dollars) til IMF og 250-350 milljarða dollara(billion dollars) til World Bank. Samtals eru þetta 1,3 billjón dollara(e. trillion dollars)

Biljón á amerísku þýðir milljarður á íslensku og triljón á amerísku þýðir billjón á Íslensku.

Það væri ótrúlegt ef að triljón dollara færi í þessar tvær stofnanir, við værum þá að tala um hátt í 10% af þjóðarframleiðslu stærsta hagkerfis í heimi.

En ég skil svo sem að þið ruglist á þessu enda ekki nema á færri snillinga að ráða fram úr svona flækjum. 

Bjöggi (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 16:08

4 identicon

Ég ruglaðist.

Það eru uppi hugmyndir um að veita 1,1 biljón í þetta, þetta eru ekki 1,3 biljón samtals. Sorry.

Mar er svo ruglaður eftir þennan rugling með billjónir, triljónir og milljarðar

Bjöggi (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 16:11

5 identicon

Þetta er svolítið ruglingslegt.  Hér í Bandaríkjunum er ekki til "milljarður", heldur er hoppað beint yfir hann upp í billjón.  Þess vegna er bandaríska talnakerfið 1000 sinnum lægra heldur en það evrópska.  Þarna er verið að ræða um 1.100 (ellefu hundruð) milljarða dollara, eða 1,1 evrópska billjón en 1,1 ameríska trilljón. 

Kveðja

Arnór Baldvinsson (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 16:17

6 Smámynd: gummih

Heyrðu - Eggert er með þetta hárrétt, mbl er með þetta rétt og ég er í ruglinu.

Það sem sló mig út af laginu er að á BBC tala þeir um trilljón - eru bretarnir farnir að elta kanann í upphæðum, ég hélt að hefðin hefði verið að við og bretarnir værum með sama system? En já, ensk trillion 10^18, væri orðið ansi mikið.

http://visindavefur.hi.is/svar.php?id=446

gummih, 2.4.2009 kl. 16:20

7 Smámynd: gummih

Vona að þetta skiljist

Bretar(og við)/Bandaríkjamenn

1,000,000,000 = milliard/billion

1,000,000,000,000 = billion/trillion

1,000,000,000,000,000 = 1000 billions/quadrillion

1,000,000,000,000,000,000 = trillion/quintillion

Eins og þið sjáið þá er þetta bara uppskrift að ruglingi á billion og trillion

gummih, 2.4.2009 kl. 16:27

8 identicon

trillion eða thousand billions er þýtt sem billjón í orðabókinni

Kjartan (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 17:29

9 Smámynd: Sigurjón

mbl hefur samt billjón sinnum þýtt vitlaust í gegnum tíðina...

Sigurjón, 11.4.2009 kl. 22:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband