29.6.2009 | 12:52
Og hvernig eiga þessar framkvæmdir að skapa gjaldeyristekjur?
Eða er bara enginn að hugsa neitt um það? Við komumst ekki upp úr þessum vandræðum nema skapa auknar gjaldeyristekjur - að henda hundrað milljörðum í vegagerð er bara skammtímahugsun, pólitík til að skapa störf og afla atkvæða.
Mér sýnist að þessar framkvæmdir myndu þvert á móti kosta aukin gjaldeyris útgjöld þar sem kostnaður við göng og vegagerð er að stórum hluta eldsneyti og tækjabúnaður, að ég tali nú ekki um ef fengnir eru erlendir verktakar til verksins - varla mun það styrkja krónuna.
Og til hvers í ósköpunum ætti að tvöfalda Hvalfjarðargöng þegar vegirnir til og frá göngunum anna ekkert meiri umferð. Þegar umferð er að tefjast í göngunum þá gerist það við gjaldtökuna.
Setja 100 milljarða í framkvæmdir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Tölvur og tækni | Facebook
Athugasemdir
Sammála!
Og við skulum ekki heldur gleyma því hvaða 100 milljarðar þetta eru. Þegar landið er komið í þrot og lánshæfni þess í flokki með Zimbabwe og Norður-Kóreu og einginn vill lána í þetta, þá er eins og flestum, og ekki minnst stjórnendum lífeyrissjóðana finnist sjálfsagt mál að taka þessa peninga okkar og henda þeim í þetta.
Það er nefnilega svo sniðugt að það þarf ekkert að spyrja þá sem eiga þessa peninga um leyfi...
Jón Bragi Sigurðsson, 29.6.2009 kl. 17:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.