Færsluflokkur: Tölvur og tækni

Lóð eða gangstétt?

Maður var handtekin við bandaríska sendiráðið.

Hvort var maðurinn á lóðinni eða á gangstéttinni? Eða eiga þeir gangstéttina?

Miðað við myndina sem fylgir fréttinni þá virðast þeir þykjast eiga gangstéttina og stóran part af götunni fyrir framan. Hvernig er það hægt? Kann einhver skýringu á því hvernig þessu er háttað?

Alveg ótrúlega ömurlegir nágrannar. Er ekki bara hægt að selja þeim lóð við hliðina á Litla Hrauni?


mbl.is Handtekinn við bandaríska sendiráðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

iPad er víst fáanlegt á Íslandi

Þetta er dæmi um fyrirtæki (apple) að nota fjölmiðil til að auglýsa sig. Það sem er samt svo hrikalega pínlegt er að þú getur auðveldlega fengið þér iPad hérna á Íslandi, meira að segja merkilega ódýrt (frá 99þús): buy.is

Ekki það að það sé eitthvað sniðugt að fá sér iPad - það er mun sniðugara að fá sér Android Pad þegar þeir koma ;o)


mbl.is iPad til Íslands í haust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Her Evrópusambandsins

Það er áhugavert að sjá fréttir af aðgerðum hers Evrópusambandsins. Herinn hefur verið í mótun í langan tíma en hefur til þessa oftast verið undir merkjum samhæfingar sjálfstæðra herja aðildarríkjanna og lítið verið með aðgerðir undir eigin nafni.

Eitt sambandsríki, ein mynt, einn her.


mbl.is Frakkar sökkva sjóræningjaskipum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú verður þrýst á launahækkanir

Samtök Atvinnulífsins skulda þjóðinni launahækkanir síðustu tveggja ára - þetta veit Félag Atvinnurekanda og er hér að reyna að takmarka skaðann af óheftum lobbíisma LÍÚ innan SA.

Með stöðugleikasáttmálanum gátu fyrirtækin í landinu bætt reksturinn með því að borga lægri laun. Fólk hefur verið ekki fengið umsamdar launahækkanir og hefur horft á verðbólguna éta upp kaupmáttinn. Gott og vel, þjóðinni til góða og allt það - það má kannski deila um það en það hefur verið merkilega góð sátt um þetta.

SÍÐAN, sleppir LÍÚ sér í skapofsafrekjukassti yfir skötusel. Hræðslan og græðgin er það mikil virðast ætla að valda öðrum fyrirtækjum í landinu umtalsverðum skaða og draga SA niður í svaðið.

Núna verður þrýst á að fá launahækkanirnar sem búið er að snuða fólk um síðustu tvö ár.

Þjóðin á auðlindina. Kvótakóngar eru liðin tíð. Hver eru rökin fyrir því að gefa einhverjum útvöldum kvóta ár hvert svo þeir geti leigt hann burt og sukkað með ágóðann? Ríkið á að eiga allan kvótann og leigja hann út. Ákaflega einfalt mál.


mbl.is Mikilvægt að stöðugleiki ríki á vinnumarkaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Undarlegur fréttaflutningur

Hver skrifar þessa frétt? Hér á blogginu eru allir ábyrgir fyrir sínum skrifum og þurfa að gefa upp kennitölu, hvers vegna ekki á mbl.is? Er standardinn þar lægri?

Í fréttinni er undarlegur eftirmáli sem kemur þarna eins og skrattinn úr sauðaleggnum

Helstu ástæður þess að Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra og einhverjir þingmenn Samfylkingarinnar hafa eftir óformlegum leiðum kannað hvort Framsókn hefði vilja til þess að koma inn í stjórn og styrkja þingmeirihluta stjórnarinnar eru sagðar þær, að flokkurinn sé orðinn langþreyttur á því að VG vilji engar ákvarðanir taka og engar framkvæmdir heimila. -mbl.is

 

Hvers konar fréttaflutningur er þetta? "Eru sagðar"? Hvaða sögusagnir er verið að vitna í og slá upp sem forsíðufrétt?

Þetta lítur svona helst út eins og þessu hafi verið bætt við eftir á.

Má ég kannski bæta við mínum eigin bút sem er skrifaður á jafn vandaðan hátt?

Helstu ástæður þess að EKKI hefur verið kannað hvort Sjálfstæðisflokkur vilji koma inn í stjórn eru sagðar þær, að samfylkingin sé orðinn langþreytt á því að xD sé uppfullur af valdahroka, græðgi og spillingu. - gummih

 

Hversu langt haldiði að það sé í að við fáum að sjá svona sögusagnir á mbl.is undir núverandi ritstjórn? En takið samt eftir að standardinn er sá sami þó að pólitíski áróðurinn sé í hina áttina.


mbl.is Biðla til Framsóknarmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og hvernig eiga þessar framkvæmdir að skapa gjaldeyristekjur?

Eða er bara enginn að hugsa neitt um það? Við komumst ekki upp úr þessum vandræðum nema skapa auknar gjaldeyristekjur - að henda hundrað milljörðum í vegagerð er bara skammtímahugsun, pólitík til að skapa störf og afla atkvæða.

Mér sýnist að þessar framkvæmdir myndu þvert á móti kosta aukin gjaldeyris útgjöld þar sem kostnaður við göng og vegagerð er að stórum hluta eldsneyti og tækjabúnaður, að ég tali nú ekki um ef fengnir eru erlendir verktakar til verksins - varla mun það styrkja krónuna.

Og til hvers í ósköpunum ætti að tvöfalda Hvalfjarðargöng þegar vegirnir til og frá göngunum anna ekkert meiri umferð. Þegar umferð er að tefjast í göngunum þá gerist það við gjaldtökuna.


mbl.is Setja 100 milljarða í framkvæmdir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Billjón eða trilljón?

Sumir vita ekki muninn á billjón, trilljón og milljarði, það er vel skiljanlegt. - En mér finnst samt óþarfi að þeir séu allir settir í að skrifa fréttirnar um þessi mál.
mbl.is 1,1 billjón dala í aðgerðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er kvótagróða haldið erlendis af græðgi?

Það skapast sú freisting þessa dagana fyrir fyrirtæki sem hafa tekjur í erlendri mynt að geyma tekjurnar úti á erlendum reikningum. Bíða eftir því að gjaldeyrismarkaður opni aftur og krónan sé sett á flot eins og IMF vill að gert sé.

Þegar krónan fer aftur á flot og markaður með hana opnast að fullu mun streyma mikið magn af fjármagni út úr landinu og krónan mun líklegast falla aftur tímabundið. Þannig gætu sumir freistast til að bíða með að flytja evrurnar sínar inn til landsins þangað til, því þá fást fleiri krónur fyrir hverja evru.

 En ef það sannast að sjávarútvegsfyrirtæki séu að gera þetta þá eru þau að gerast sek um að vinna gegn íslensku krónunni. Vinna gegn hagsmunum þjóðarinnar.

Það er eitthvað alvarlega rangt við það ef fyrirtæki sem nærast á auðlind þjóðarinnar vinna síðan gegn hagsmunum fólksins sem á auðlindina og það þegar síst skyldi.

Ef þetta er í raun og veru að gerast þá er bara um eitt að ræða og það er að taka af þeim kvótann! Afnema veiðiréttindin, því þau meiga klárlega ekki vera í höndum einstaklinga sem haga sér af slíkri græðgi  - við höfum fulla heimtingu á því að virkja þann rétt þjóðarinnar.

Kvótakerfið yrði síðan markaðsvætt. Aflaheimildir yrðu afnumdar í áföngum og boðnar út til 2-4 ára í senn. Slíkt kerfi er sanngjarnt og sveigjanlegt og miðar að því að auðlindin sé nýtt á sem skynsamlegastan hátt.

Ef staða sem þessi kæmi síðan aftur upp þá gæti ríkið gripið til þess ráðs að bjóða út aflaheimildir fram í tímann og kalla þannig fjármagnið aftur inn í landið. (Aflaheimildir fram í tímann væru að sjálfsögðu hóflegar, ekki má ganga of nærri stofnunum)


mbl.is Útvegsmenn styðji við krónuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað keyptirðu fyrir peningana sem íslenska þjóðin gaf þér?

Eitt ÞÚSUND MILLJARÐAR?

EINN maður með lán upp á MILLJÓN MILLJÓNIR?

Ef við hugsum okkur skjalatöskur sem hver og ein er með eina milljón af peningum.

Og svo myndum við hlaða þessum skjalatöskum í gáma, segjum eitt þúsund skjalatöskur í gáminn.

Þá þyrfti ÞÚSUND gáma fyrir alla peningana. Ef við myndum raða gámunum upp á endann þá væru þeir 50% hærri en Mount Everest!

Hvað keyptirðu fyrir peningana sem íslenska þjóðin gaf þér??


mbl.is Skuldar þúsund milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Snillingar!

Ég er svo fjandi ánægður með Atlantsolíu - þeir eru að sýna samstöðu í verki! Þeir hafa hér verið að gera gríðarlega góða hluti alveg síðan þeir byrjuðu.

Á meðan N1 er að bægslast í fjölmiðla og segjast vera að sýna samstöðu með því að flagga - ég veit alveg að gömlu olíufélögin eru dugleg að sýna samstöðu en eins og ég man þetta þá voru þau aðallega að sýna hvort öðru samstöðu. Mér finnst N1 bara að vera að reyna að trekkja inn á ástandinu, fyrst með því að reyna að hræða fólk með því að bensínið muni klárast og svo með þessu "support our corporations" flagg-veseni.


mbl.is Atlantsolía lækkar eldsneytisverð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband