Áhugavert

Það er góð regla að þegar vitnað er í "rannsóknir" þá sé tilgreint hverjir unnu rannsóknina - það er jú mikilvægara heldur en hvaðan "fréttamaður" mbl endurorðaði eða þýddi greinina.

Ef mér skjátlast ekki er hér í raun um gamla rannsókn sem hefur verið gefin út aftur með tilliti til bíla af árgerð 2006. Þessi rannsókn hefur margoft verið hrakin, m.a. í þessari ágætu grein Prius Versus HUMMER: Exploding the Myth

 Þessi svokallaða rannsókn er algjört kjaftæði, í fyrsta lagi heitir fyrirtækið sem gerði rannsóknina "CNW Markaðssetningar Rannsóknir"! Ég mæli með því að fólk skoði heimasíðuna þeirra: http://cnwmr.com/ og sérstaklega að skoða hina síðuna þeirra sem þeir lýsa sjálfir með orðunum "Our site showing some of our alternative activities such as the company's Ford V8-powered '76 MGB" http://www.cnwmarketingresearch.com/

En það er meira, Á vefnum hjá þeim er áhugaverð grein um viðarhraðbátinn sem forstjórinn á þar sem hann segir "Electricity scares the tar out of me,"! Að auki sportar hraðbáturinn eftirlíkingu af húddskrauti af 1941 árgerð af Cadillac. http://cnwmr.com/missqt/
Svo hann er hræddur við rafmagn en virðist dýrka Cadillac 1941 - Hvort ætli sé líklegara að fyrirtækið hans myndi gera rannsókn sem er hliðholl tvinnbíl eða bensínhák?

Toppurinn yfir i-ið er svo þessi klausa hjá þeim um þessa rannsókn "This is a general-consumer report, not a technical document per se. It includes breakdowns of each vehicle’s total energy requirements from Dust to Dust but does not include issues of gigajuelles, kW hours or other unfriendly (to consumers) terms. Perhaps, in time, we will release our data in such technical terms."

Þetta er semsagt eins hlutdræg "rannsókn" og hægt er að ímynda sér og til að klóra yfir skítinn þá gefur þetta markaðssetningarrannsókna fyrirtæki ekki einu sinni út hvernig það kemst að þessum niðurstöðum vegna þess að það væri "of tæknilegt".

Þessi grein er búin að vera á ferð um vefinn í örugglega ár og hefur verið margoft verið hrakin - en við skulum ekki búast við því að það stoppi mbl - þeir vilja frekar binda nafn sitt við gáfulega staðhæfingu eins og "Jeppar umhverfisvænni en tvinnbílar".

 


mbl.is Jeppar umhverfisvænni en tvinnbílar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

má vera að þessi rannsókn sé ekki vel unnin ætla ekki að dæma um það að öðru leiti en að hún geti verið vísbending um að líta meira á framleiðslu tækja ekki bara notkun þeirra.

Annars finnst mér þessi prius umræða nokkuð þreytt og allir sem vita eitthvað smá um bíla vita að fólksvagning golf dísel er miklu umhverfisvænni, auk þess fæst hann notður. Prisuinn er allt of dýr nýr og ég skil ekki fólk sem kaupir nýja bíla. 

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 7.9.2007 kl. 16:14

2 Smámynd: Sigurjón

Ef allir huxuðu svona Villi, hvernig ættu þá bílar að verða notaðir?

Sigurjón, 8.9.2007 kl. 01:24

3 Smámynd: gummih

Já, líklegast eru Golf og Skoda með 1,9TDI vélinni örlítið umhverfisvænni en Prius - en miðað við reynslu tveggja vina minna af Golf þá mun ég halda mig við Toyota.
Þar að auki finnst mér leiðinlegt að aka bíl sem er bara rétt rúmlega 100hestöfl - og ef við erum að tala um tveggjalítra díselvélina þá er hún að menga meira en Priusinn.

gummih, 10.9.2007 kl. 13:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband