11.10.2007 | 16:35
STEF hefur tekjur af "glæpastarfssemi"
STEF fær greiðslu fyrir hvern einasta geisladisk, vídeóspólu og mp3 spilara sem er seldur hérna. Þessar greiðslur eru til komnar sem bætur fyrir meint brot á höfundarrétti sem mætti hugsanlega fremja með varningnum. Þeir eru því með feitan innkomulið sem er beintengdur starfseminni. Peningarnir hlaðast svo upp í margmilljóna sjóð sem, síðast þegar ég spurði, hefur aldrei verið úthlutað úr.
Þar að auki finnst mér fráleitt að tala um brot á höfundarrétti sem glæp. Ef fréttamiðill (nefnum engin nöfn) birtir ljósmynd sem hann á ekki höfundarréttinn af, má ég þá kalla ritstjórann glæpamann á opinberum vettvangi?
Þeir hagnast á glæpastarfsemi" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Tölvur og tækni | Facebook
Athugasemdir
Já, og svo rukka þér tvöþúsundogeitthvað krónur fyrir þau lög sem spiluð eru í jarðaförum líka, fast gjald.....
Signý, 11.10.2007 kl. 16:50
>Þessar greiðslur eru til komnar sem bætur fyrir meint brot á höfundarrétti sem mætti hugsanlega fremja með varningnum.
Ekki alveg rétt. Þær eru til að bæta höfundarréttaeigendum hugsanlegt tekjutap vegna rétti neytenda til að taka afrit af sínum eigin gögnum, taka upp sínar eigin plötur, úr útvarpi o.s.frv.
-A
Addi (IP-tala skráð) 12.10.2007 kl. 21:31
Hver myndi taka upp sínar eigin plötur úr útvarpinu? Og hvernig verðmetur maður "hugsanlegt tekjutap"?
Þetta var keyrt í gegn á umræðu um ólöglega afritun - en svo var orðalagið látið ná yfir eitthvað annað því þeir vildu fá bætur fyrir afritunina án þess að gera hana löglega.
Eiga hugbúnaðarfyrirtæki annars ekki heimtingu á að fá greitt úr sjóðnum líka þar sem höfundarréttarvarinn hugbúnaður er afritaður á sama hátt. Það væri í raun sprenghlægilegt ef Microsoft myndi þurrka upp þennan sjóð, enda hafa þeir ágætis mat á því hversu mörg ólöglega afrituð eintök af Windows og Office eru í notkun á landinu, ólíkt huglægu mati Stefs um "hugsanlegt tekjutap" vegna afritunar tónlistar.
gummih, 15.10.2007 kl. 10:30
Hvernig verður höfundarréttareigandi fyrir tekjutapi ef ég afrita mín gögn á diska? Ef þetta eru mín gögn þá er ég búin að borga fyrir þau.
En þetta gæti verið leið fyrir konur til að rétta launabil milli karla og kvenna. Setja skatt á karlanna, strax við fæðingu vegna þess að töluverðar líkur eru á að þeir verði með heldur hærri laun en konur. Skatturinn rennur svo til kvenna, þar sem jafnmiklar líkur eru á að þær hafi orðið fyrir tekjutapi vegna þess að þær eru konur. Þetta er meira að segja mælanlegra og minna á "hugsanlegu" nótunum en hjá STEF.
krossgata, 15.10.2007 kl. 16:21
Haha, Krossgata, þetta er frábær hugmynd - en þetta má ekki vera launaskattur, það væri of lógískt. Til að þetta líkist STEF gjaldtökunni þá þarf að leggja fast gjald á einhvern varning sem rennur svo í sjóð. Það mætti byrja á að setja fast 890kr. gjald á allar nærbuxur með buxnaklauf, 280kr gjald á allt sem er merkt Spiderman, Batman eða Superman og 2.100kr skatt á alla skó af stærð 40 og hærra (þær konur sem nota skó nr 40 eru þá bara í sömu stöðu og tónlistarmenn sem borga geisladiskagjaldið af geisladiskunum sem þeir nota undir sína eigin tónlist).
Munið, STEF fær 35! krónur fyrir hvern einasta tóma geisladisk sem maður kaupir. Þannig að ef maður kaupir búnt af 25 diskum á 1.290kr þá fara 875kr til STEF!!!!
http://computer.is/vorur/6192
gummih, 15.10.2007 kl. 16:57
Það er bara að komast mynd á þetta! Nú er bara að stofna brókarsamtökin.
krossgata, 16.10.2007 kl. 11:19
Hahaha, hvað seigi þið um að gera heimildarmynd um þetta, þá er é að tala um frá sjónarhorni ALMENNINGS, ekki frá þessum hálfvitum sem og Snæbirni, og þessum fávitum frá STEF, og SMÁÍS, eitt sinn var ég með svona "Netútvarpsstöð" sem var aðgengileg öllum, síðan var henni lokað af yfirvöldum, seinast þegar ég vissi var félag STEFs í veiðiferð öll saman örugglega með peningunum okkar!
mig langar svo lítið að fá að vita hvað verður um þessa reikninga, geta þeir ekki borgað vist gjald með þessum stef peningum um leið og hver net aðili sækir Tónlist eð Bíómynd? ég niðurhala gjaldfrjálst á netinu og brenni það á disk, og ég er búinn að boga mín stefgjöld, þannig þessir aðilar eiga hoppa uppí þvert rassgatið á sér :)
Þetta er mín persónulega skoðun :)
www.dci.is
TheFalcon(Ómar Daði Sigurðsson) (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 09:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.