Æ, fjandans þarf ég þá að hætta að nota Ekortið mitt

Fyrir nokkrum árum ofbauð mér viðskiptahættir þáverandi KB banka. Ég hætti öllum mínum viðskiptum við hann og flutti mig til Sparisjóðanna. Síðan þá hef ég vanið mig á að nota e-kortið og kann bærilega við það. En nú er mér skapi næst að láta loka því - ekki fer ég að láta kaupa mig aftur inn í KB banka? Verst að hjá S24 safnar maður bara upp í asnalega ferðaávísun í staðinn.
mbl.is Skilyrði sett um kaup Kaupþings í Ekortum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Netbankinn gefur líka út e-Vildarkort (http://www.nb.is/category.aspx?catId=1787)

Sævar (IP-tala skráð) 1.2.2008 kl. 13:52

2 identicon

Nei viðskipti þín eru áfram hjá Sparisjóðnum þó að e-kort séu núna líka hjá KÞ. Það kemur KÞ ekkert við hvað þú gerir með SPRON e-kortinu þínu.

Bankakall (IP-tala skráð) 1.2.2008 kl. 14:31

3 identicon

Það eru náin tengsl á milli Kaupþings banka og SPRON, alveg frá því að síðarnefndi aðilinn átti hinn fyrrnefnda.

Annars eru þessi skilyrði Samkeppniseftirlitsins algjör brandari og koma ekki til með að koma í veg fyrir fullkomið samráð þessara "samkeppnisaðila".

Kommon, við erum hér að tala um samstarf um rekstur öflugs markaðsherferða kerfis, sem safnar upplýsingum um neytendur, kauphegðun þeirra, fjárráð og lýðfræðilegar upplýsingar.  Svona kerfi nota menn til að ná forskoti á samkeppnina en hér telur Samkeppniseftirlitið í lagi að samkeppnisaðilar reki svona saman.   Trúverðugleiki Samkeppniseftirlitsins er enginn orðin eftir þennan gjörning - þetta eru grínistar í besta falli.

Sigurður Jónsson (IP-tala skráð) 1.2.2008 kl. 14:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband