Fyrir hvern á að endurskoða - ekki okkur allavega

Guðbjartur Hannesson, telur að Íbúðalánasjóður eigi áfram að starfa óbreyttur. Það liggi hins vegar fyrir að endurskoða þurfi starfsemi hans. Þversögn?
Til hvers á að endurskoða ef hann á samt að vera óbreyttur? Svona virkar víst skrifræðið, við höfum íbúðalánasjóð sem 80% landsmanna eru ánægðir með svo ekki eru það kjósendur sem vilja breytingu. Evrópskt skrifræði segir okkur að við þurfum að breyta honum - þess vegna þarf að rúlla af stað íslensku endurskoðunarskrifræði til að finna einhvern útúrsnúning svo að Íbúðalánasjóður geti starfað að mestu óbreyttur. Lokaniðurstaðan verður líklegast talsvert skrifræði, fundir og nefndir til að breyta einhverjum smáatriðum sem munu ekki gera neitt í raun og veru nema kannski gera íbúðalánasjóð örlítið verri heldur en hann er í dag. Allt til einskis, ekki gert fyrir kjósendur heldur fyrir evrópuskrifræðið.


mbl.is Endurskoðun Íbúðalánasjóðs nauðsynleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband