Er verið að REYNA að tefja hlutina?

Eins og staðan er núna þá eru 1.400 börn sem komast ekki í frístundaheimili að loknum skóla. Allir sem koma að þessu máli hafa verið sér til skammar. Nú síðast er það Hanna Birna sem tekur þátt í aðgerðaleysinu. Hún ætlar að leggja fram TILLÖGU - sem verður tekin fyrir eftir VIKU og EF tillagan er samþykkt þá á að stofna NEFND sem kemur með AÐRAR TILLÖGUR!

Það er EKKERT verið að GERA!

Á meðan þarf fjöldi fólks í Reykjavík þarf að hverfa úr vinnu sinni rétt eftir hádegi - og það sem verra er - fjöldi barna fara ein heim úr skólanum og eru ein heima eða úti á eigin vegum þar til foreldrar þeirra koma úr vinnu. Allt vegna þess að ÍTR er ekki að sinna hlutverki sínu.

Það er hér stærðarinnar vandamál á ferðinni - það virðast hinsvegar allir vera hálf blindir fyrir því, viljandi eða óviljandi. Það þýðir ekkert fyrir stjórnendur að segja bara að þeir hafi auglýst eftir fólki og að það sé erfitt að fá fólk. Ef það er erfitt að fá fólk þá er ÁSTÆÐA fyrir því, menn þurfa að finna rót vandans og leysa hann! Fyrsta skref ætti að vera að hækka launin, annað skref er að reyna eftir fremsta megni að fá varanlegt starfsfólk þannig að það þurfi ekki að manna 200 stöður hvert einasta haust og vor.

Eins og staðan er núna í ÍTR þá er búið að manna 130 stöðugildi og það er EFTIR AÐ MANNA 130 í viðbót! Þetta er fley með hálfa áhöfn - og þegar útgerðin er rekin þannig þá þarf að skoða stjórnendurna!

Borgarstjórn kaus í stjórn ÍTR þann 21. ágúst 2008:

Kjartan Magnússon, formaður
Netfang: kjartan.magnusson@reykjavik.is

Björn Gíslason
Netfang: bjorn.gislason@shs.is

Valgerður Sveinsdóttir

Sigfús Ægir Árnason
Netfang: tbr@tbr.is

Stefán J. Stefánsson
Netfang: stefan.johann@islandia.is

Oddný Sturludóttir
Netfang: oddny.sturludottir@reykjavik.is

Sóley Tómasdóttir
Netfang: soley.tomasdottir@reykjavik.is

Á skrifstofu ÍTR starfa 25 manns! (Reyndar eru nokkur þeirra í leyfi)
Þar á meðal eru tveir ágætir starfsmannastjórar
Snorri Jóelsson, starfsmannastjóri
Ragnheiður Stefánsdóttir, aðstoðarstarfsmannastjóri


mbl.is Brugðist við manneklu á frístundaheimilum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón

Hringjum brjáluð í Sóleyju!

Sigurjón, 5.9.2008 kl. 23:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband