Afar jákvætt - mesta samgöngubót í langan tíma

Gamli Gjábakkavegur var leiðinlegur yfirferðar og það sem meira er þá var hann beinlínis hættulegur.

Með þessum nýja vegi styttist leiðin frá Reykjavík til þúsunda sumarbústaða á Suðurlandi. Það þýðir að um hverja helgi munu þúsundir bíla aka styttri vegalengd en ef þeir hefðu annars gert, umtalsvert magn af tíma og bensíni sem sparast um hverja helgi, það er sparnaður fyrir þjóðina og það er umhverfisvernd líka.

Þar við bætist að þessi vegur mun létta talsvert á Suðurlandsvegi sem þarf að þola allt of þunga umferð.


mbl.is Byrjað á umdeildum vegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón

Mjög gott mál!

Sigurjón, 6.9.2008 kl. 21:01

2 Smámynd: Ísdrottningin

Mér fannst hann nú samt svolítið skemmtilegur einmitt svona... en það er á öðrum forsendum svo að það er nú kannski ekki að marka.

Ísdrottningin, 6.9.2008 kl. 21:16

3 identicon

ÉG ER AÐ SVARA ÞÉR FRÁ ÖÐRU BLOGGI Í SAMBANDI VIÐ HÆKKUN Á MJÓLK UM 10KR Á LÍTRANN

Það er einmitt þessi áróðurs maskína sem hefur komið því til að leiðar að þið,bændur hirða milljarða af skattfé einstaklinga, til þess eins að halda sjálfum ykkur í sveitakofunum.

Ef þið hefðuð fengið að dafna án afskipta ríkisins, þá ættuð þið að vera ríkasta stétt landins. með mikla gæðavöru á flestum stigum.

En þið erðu enn á ríkisjötunni eins og heimaalið lamb, og jarmið í kór ef einhver reynir að andmæla ykkur.

runar (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 17:38

4 Smámynd: Sigurjón

Mikið ertu nú vitlaus lambið mitt...

Sigurjón, 16.10.2008 kl. 03:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband