16.10.2008 | 10:21
En skipin þeirra? Undir hvaða fána sigla þau?
Ég er á móti þessu fánaskaki fyrirtækjanna - þetta slær mig bara sem einhverskonar áróðurs brölt á þeim þar sem þeir reyna að vekja upp einhverja skyldu hjá almenningi til að "vera með fyrirtækjunum í liði". Nákvæmlega eins og "support our troops" áróðurinn í Bandaríkjunum.
Ég hvet þessi fyrirtæki til að sýna samstöðuna í verki! Mörg fyrirtæki eru að því, þau eru ekki öll að bægslast í fjölmiðla og segja okkur að flagga fyrir þeim. Reyndar getur vel verið að ég dragi fána á loft fyrir sum fyrirtæki, en það væri þá bara í hálfa stöng.
Eimskip flaggar íslenska fánanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Tölvur og tækni | Facebook
Athugasemdir
Einmitt það fyrsta sem mér datt í hug var hvort skipin væru allt í einu öll komin "heim" :)
Gulli (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 11:15
Þau áttu fánana á lagar. Kostar minna að flagga en að kaupa auglýsingu í Mogganum
Karma (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 11:22
Flaggaðu bara fyrir sjálfan þig, og Ísland :)
Ágúst G. Atlason (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 12:12
Talandi um samstöðu þá væri nú nær fyrir Eimskip að byrja á að skrá skipin á Íslandi og leggja skráningargjöld skipanna til íslenska samfélagsins. Þegar íslenski fáninn er kominn á skut okkar "íslensku" flutningaskipa, þá fyrst tek ég undir með Eimskipum um að flagga.
Birkir (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 14:19
Heyr heyr.
Skráið skipin fyrst hér heima áður en flaggað er við fyrirtækin.
Landi, 16.10.2008 kl. 14:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.