25.2.2009 | 12:50
ekki til Íslands?
Engir óeðlilegir eignaflutningar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.2.2009 | 10:27
Meiri erlend skuldsetning?
Ég get skilið að það þurfi að taka lán til að geta staðið við greiðslur á erlendum skuldbindingum, en ég get ekki skilið að auka skuldastöðuna til aukinna framkvæmda á þessum tímapunkti. Ef það koma síðan hækkanir á gjaldskrá í kjölfarið á þessu þá verð ég ekki ánægður!
Lánalína OR opnuð á ný | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.1.2009 | 10:51
Alcoa elskar Ísland
Nei, Alcoa munu auðvitað reyna að framleiða sem mest hérna.
Launin eru greidd í krónum þannig að á síðasta ári lækkaði launakostnaðurinn á Íslandi líklegast um 45% fyrir Alcoa samsteypuna.
Raforkuverðið þeirra er svo bundið við heimsmarkaðsverð á áli sem féll um 36% á síðasta ári. Já, það er ekki nóg með að þeir fái raforkuna á fáránlega lágu verði, heldur þegar harðnar á dalnum þá borga þeir MINNA fyrir hana. Á meðan stendur Landsvirkjun uppi með óheyrilega stór erlend lán og er farin að skoða hvort selja meigi mannvirkin - ótrúlegt alveg.
Það fá einhverjir stóra bónusa hjá Alcoa þessa dagana.
Hefur enginn áhrif hér heima | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.1.2009 | 09:20
En þetta eykur viðskiptahallann?
Ég geri mér grein fyrir því að það er mikilvægt að halda matvælaverði lágu. En þessi aðgerð mun auka viðskiptahallann - éta af gjaldeyristekjum þjóðarinnar og stuðla að því að halda genginu lágu.
Væri ekki nær að fella niður virðisauka á íslenskum matvælum og fylgjast betur með álagningu smásöluaðilanna. Þannig hagnast neytendur án þess að verið sé að auka viðskiptahallann og að auki væri verið að stiðja við íslenskan matvælaiðnað.
Matvælalöggjöf á leiðinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.12.2008 | 10:35
Hvað með fjármagnstekjuskattinn?
Mér er gjörsamlega ómögulegt að skilja hvers vegna hér er ekki að minnsta kosti 14% fjármagnstekjuskattur með 40þ króna frítekjumarki.
Það væri aukinn hvati fyrir almenning til að spara, að minnsta kosti þangað til fólk væri farið að fá milljón í fjármagnstekjur á ári (14% af þeirri milljón væri 140.000, og fólk væri þá að greiða 100.000 í skatt) en það sem meira er þá væru auknar tekjur af þeim sem eru að nota virkilega háar upphæðir sem tekjustofn. Ég borga háan skatt af mínum tekjum og núna á að hækka þann skatt - mér finnst að þeir sem hafa tekjur af fjármagni eigi ekkert að borga margfallt minni skatt af því.
Er það ekki líka svo að þetta myndi hvetja til fjárfestinga? Spyr sá sem ekki veit.
Tekjuskattur og útsvar hækka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 14:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
5.12.2008 | 11:15
Af hverju er þetta frétt?
"Danskir bílasalar segjast ekki reikna með því, að kaupa bíla frá Íslandi til að selja áfram í Danmörku. Þau tilboð, sem þeir hafi fengið, séu ekki nægilega góð. "
Hverskonar frétt er þetta eiginlega? Hverju meigum við búast við á næstunni?
"Kóreumenn vilja ekki kaupa dráttarvélar!"?
"Bandaríkjamenn vilja ekki kaupa innflutt kjarnfóður frá Íslandi!"
"Íslendingar vilja ekki kaupa íslenskt loðnumjöl frá Svíþjóð, verðin eru ekki nægilega góð"
Hafa ekki áhuga á bílum frá Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.12.2008 | 09:49
7,8 milljarðar til stjórnsýslunnar?
Ég vil alls ekki að framlög til skólanna verði skert en þetta hljómar eins og það sé kominn tími til að taka rækilega til í menntamálaráðuneytinu.
106 milljarðar til fræðslumála | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.11.2008 | 13:59
Er kvótagróða haldið erlendis af græðgi?
Það skapast sú freisting þessa dagana fyrir fyrirtæki sem hafa tekjur í erlendri mynt að geyma tekjurnar úti á erlendum reikningum. Bíða eftir því að gjaldeyrismarkaður opni aftur og krónan sé sett á flot eins og IMF vill að gert sé.
Þegar krónan fer aftur á flot og markaður með hana opnast að fullu mun streyma mikið magn af fjármagni út úr landinu og krónan mun líklegast falla aftur tímabundið. Þannig gætu sumir freistast til að bíða með að flytja evrurnar sínar inn til landsins þangað til, því þá fást fleiri krónur fyrir hverja evru.
En ef það sannast að sjávarútvegsfyrirtæki séu að gera þetta þá eru þau að gerast sek um að vinna gegn íslensku krónunni. Vinna gegn hagsmunum þjóðarinnar.
Það er eitthvað alvarlega rangt við það ef fyrirtæki sem nærast á auðlind þjóðarinnar vinna síðan gegn hagsmunum fólksins sem á auðlindina og það þegar síst skyldi.
Ef þetta er í raun og veru að gerast þá er bara um eitt að ræða og það er að taka af þeim kvótann! Afnema veiðiréttindin, því þau meiga klárlega ekki vera í höndum einstaklinga sem haga sér af slíkri græðgi - við höfum fulla heimtingu á því að virkja þann rétt þjóðarinnar.
Kvótakerfið yrði síðan markaðsvætt. Aflaheimildir yrðu afnumdar í áföngum og boðnar út til 2-4 ára í senn. Slíkt kerfi er sanngjarnt og sveigjanlegt og miðar að því að auðlindin sé nýtt á sem skynsamlegastan hátt.
Ef staða sem þessi kæmi síðan aftur upp þá gæti ríkið gripið til þess ráðs að bjóða út aflaheimildir fram í tímann og kalla þannig fjármagnið aftur inn í landið. (Aflaheimildir fram í tímann væru að sjálfsögðu hóflegar, ekki má ganga of nærri stofnunum)
Útvegsmenn styðji við krónuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 14:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.11.2008 | 09:39
Hvað keyptirðu fyrir peningana sem íslenska þjóðin gaf þér?
Eitt ÞÚSUND MILLJARÐAR?
EINN maður með lán upp á MILLJÓN MILLJÓNIR?
Ef við hugsum okkur skjalatöskur sem hver og ein er með eina milljón af peningum.
Og svo myndum við hlaða þessum skjalatöskum í gáma, segjum eitt þúsund skjalatöskur í gáminn.
Þá þyrfti ÞÚSUND gáma fyrir alla peningana. Ef við myndum raða gámunum upp á endann þá væru þeir 50% hærri en Mount Everest!
Hvað keyptirðu fyrir peningana sem íslenska þjóðin gaf þér??
Skuldar þúsund milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.10.2008 | 08:40
Snillingar!
Ég er svo fjandi ánægður með Atlantsolíu - þeir eru að sýna samstöðu í verki! Þeir hafa hér verið að gera gríðarlega góða hluti alveg síðan þeir byrjuðu.
Á meðan N1 er að bægslast í fjölmiðla og segjast vera að sýna samstöðu með því að flagga - ég veit alveg að gömlu olíufélögin eru dugleg að sýna samstöðu en eins og ég man þetta þá voru þau aðallega að sýna hvort öðru samstöðu. Mér finnst N1 bara að vera að reyna að trekkja inn á ástandinu, fyrst með því að reyna að hræða fólk með því að bensínið muni klárast og svo með þessu "support our corporations" flagg-veseni.
Atlantsolía lækkar eldsneytisverð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |